Fótbolti

Aron: Við erum ekki gamlir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson skartar myndarlegu skeggi þessa dagana.
Aron Einar Gunnarsson skartar myndarlegu skeggi þessa dagana. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sat fyrir svörum á blaðmannafundi í Brussel í morgun fyrir leik Íslands gegn Belgíu ytra í Þjóðadeildinni á morgun.

Belgískur blaðamaður spurði Aron Einar út í aldur íslensku leikmannanna en eins og fjallað var um í sumar var íslenska liðið með einn hæsta meðalaldur leikmanna af öllum liðunum á HM.

„Við erum ekki gamlir,“ sagði Aron Einar brosandi þegar hann var spurður um hvort að liðið væri að eldast. „Við höfum enn nóg að gefa af okkur. Það eru allir leikmenn hungraðir í árangur - það sé í augum allra leikmanna. Við viljum allir komast í næstu lokakeppni.“

„Við höfum nægan tíma til að endurnýja liðið. Við erum kannski 1-2 ári eldri en það skiptir í raun ekki máli.“

„Ég kannski lít út fyrir að vera gamall. Ég þarf kannski að raka skeggið mitt af og þá verð ég unglegri,“ sagði Aron og brosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×