Fótbolti

„Belgía er meira en bara Hazard“

Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar
Eden Hazard er klár í slaginn í kvöld.
Eden Hazard er klár í slaginn í kvöld.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA klukkan 19.45 í kvöld en upphitun hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00.

Íslenska liðið er án tíu leikmanna en mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska hópsins. Síðast þurftu tveir frá að hverfa í gær þegar að tilkynnt var að Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson gætu ekki verið með.

Með okkar besta lið hefði leikurinn verið mjög erfiður enda Belgar með besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir eru þar stigi fyrir ofan sjálfa heimsmeistara Frakka.

Valinn maður í hverri stöðu í belgíska liðinu en þó enginn betri þessa dagana en Eden Hazard, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í mikilli samkeppni um nafnbótina þriðji besti leikmaður heims á eftir Ronaldo og Messi.

„Það vita allir hversu góður gaurinn er. Hann er búinn að vera frábær núna í nokkur ár með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og með belgíska landsliðinu,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands.

Belgískir blaðamenn eru eðlilega mjög spenntir fyrir Hazard skilja ekki hvernig íslenska liðið með öll þessi meiðsli ætla að reyna að stöðva hann. En það verður að sjálfsögðu reynt.

„Við munum reyna að gera honum lífið leitt á morgun en það má ekki gleyma því að Belgía er meira en bara Hazard,“ segir Aron Einar Gunnarsson.


Tengdar fréttir

Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×