Lífið

Hlustaðu á Eyþór Inga taka helstu eftirhermur sínar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyþór er mögnuð eftirherma.
Eyþór er mögnuð eftirherma.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson er einn besti söngvari þjóðarinnar eins og hann hefur sýnt undanfarin ár. Hann stendur fyrir jólatónleikum fyrir jólin sem hann er á fullu að undirbúa. Hann heldur jólatónleikana aðallega í kirkjum landsins.

Eyþór er einnig frábær eftirherma og getur tekið ótrúlegustu menn eins og Ragnar Bjarnason, Kristján Jóhannsson, Egil Ólafsson, Pál Óskar og Helga Björns. Hann nær einnig Ladda rosalega vel.

Eyþór Ingi var í Brennslunni í morgun og tók helstu eftirhermurnar og ræddi um tónleikana.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Eyþór.

Klippa: Brennslan - Eyþór Ingi og eftirhermurnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×