Lífið

The Proclaimers mæta í Hörpu

Birgir Olgeirsson skrifar
The Proclaimers á sviði.
The Proclaimers á sviði. Vísir/Getty
Skoska hljómsveitin The Proclaimers mun halda tónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þann 15. apríl næstkomandi. Um er að ræða eina alvinsælustu hljómveit Skota sem er skipuð tvíburunum Craig og Charlie Reid sem slógu rækilega í gegn árið 1988 með laginu I´m Gonna Be (500 Miles) sem margir Íslendingar hafa á einhverjum tímapunkti yfir ævina sungið með.

Á viðburðasíðu tónleikanna á vef Hörpu  er fullyrt að Íslendingar hafi kosið lagið efst á vinsældalista fyrstir allra þjóða.

Eru bræðurnir frá Leith því sagðir bera sterkar taugar til Íslands en ekki séð sér fært að heimsækja land og þjóð fyrr en núna.

Lagið náði einnig toppnum í Bretlandi og Ástralíu en það var ekki fyrr en það heyrðist í rómantísku gamanmyndinni Benny & Joon, sem Johnny Depp og Mary Stuart Masterson léku, árið 1993 sem það sló í gegn í Bandaríkjunum. 

Ætla bræðurnir að flytja alla sína smelli ásamt glænýju efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×