Lífið

Fyrsta flokks fótboltabrúðkaup

Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Fjalar og Málfríður Erna eru orðin hjón.
Fjalar og Málfríður Erna eru orðin hjón. Instagram/Málfríður Erna
Það var líklega um fátt annað rætt en fótbolta þegar fótboltaparið Fjalar Þorgeirsson og Málfríður Erna Sigurðardóttir létu pússa sig saman. Turtildúfurnar fóru fyrst í myndatöku, meðal annars í Perlunni,  en veislan fór svo fram í Valsheimilinu. Mátti sjá mörg kunnugleg andlit úr boltanum.

Valskonur voru fjölmennar enda stórvinkonur Málfríðar landsliðskonu úr fótboltanum. Þá mátti sömuleiðis sjá eldhressa Þróttara þar sem Fjalar spilaði lengi vel í markinu.

Fjalar og Málfríður hafa verið lengi saman, eru moldrík af börnum og ekki annað að sjá en að veislan hafi verið fyrsta flokks.

Myndir af Instagram má sjá að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×