Sport

Stærsta tap meistara frá upphafi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Ingram fagnar snertimarki Saints í gær.
Mark Ingram fagnar snertimarki Saints í gær. vísir/getty
Það er ekkert lát á ótrúlegu gengi New Orleans Saints í NFL-deildinni en liðið labbaði yfir meistara Philadelphia Eagles í nótt.

Saints vann 41 stigs sigur á Eagles en þetta er stærsta tap ríkjandi meistara í deildinni frá upphafi.

Carson Wentz, leikstjórnandi Eagles, átti hörmulegan leik. Kastaði aðeins 156 jarda og þrír boltar frá honum enduðu í höndum andstæðingunum.





Það var ekki sama bras á Drew Brees, leikstjórnanda Saints, en hann endaði með 363 jarda og 4 snertimörk. Óstöðvandi og Saints skorar að vild þessa dagana. Liðið var að vinna sinn níunda leik í röð.

Það var mikil spenna í mörgum leikjum gærdagsins. Dallas vann Atlanta með síðasta sparki leiksins og slíkt hið sama gerðu Denver og Oakland.

Jacksonville-vörnin var stórkostleg lengstum gegn Pittsburgh en liðið fór á taugum undir lokin og Steelers sigldi fram úr á ótrúlegan hátt.





Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger hljóp með boltann í endamarkið fyrir sigrinum. Það var þó enginn afgangur af því hlaupi hjá stóra Ben.

Úrslit:

Chicago-Minnesota  25-20

Atlanta-Dallas  19-22

Baltimore-Cincinnati  24-21

Detroit-Carolina  20-19

Indianapolis-Tennessee  38-10

NY Giants-Tampa Bay  38-35

Washington-Houston  21-23

Jacksonville-Pittsburgh  16-20

Arizona-Oakland  21-23

LA Chargers-Denver  22-23

New Orleans-Philadelphia  48-7

Í nótt:

LA Rams - Kansas City Chiefs

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×