Lífið

Sólrún varð mjög hrædd þegar hún fékk mynd senda af leikskóla dóttur hennar

Birgir Olgeirsson skrifar
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego.
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego. Stöð 2
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego hætti á samfélagsmiðlum eftir að hún fékk mynd senda af leikskóla dóttur hennar þar sem sendandinn sagðist vita á hvaða deild dóttir hennar væri.

„Þarna var ég mjög hrædd,“ sagði Sólrún Diego í fimmta þætti af Sítengd sem segir fjallar um samfélagsmiðlanotkun og er á dagskrá Sjónvarpsins.

Sólrún er hvað þekktust fyrir að deila heimilisráðum á Snapchat en hefur einnig sýnt frá daglegu lífi hennar og fjölskyldunnar. Hún sagðist passa hvað hún sýnir frá lífi barna sinna enda með tug þúsundir fylgjenda og sagði tugi taka skjáskot af myndum af dóttur hennar.

Þegar hún ræddi atvikið með myndsendinguna af leikskóla dóttur hennar sagði hún að þau hefðu verið í flutningum á þeim tíma og ljóst að dóttir hennar myndi skipta um leikskóla.

Hún sagðist hafa passað sig á að það sæist aldrei á hvaða leikskóla dóttir hennar væri að fara og sagði ekki í hvaða hverfi þau ætluðu að flytja til að reyna að hlífa fjölskyldunni.

Sólrún viðurkenndi að henni hefði ekki staðið á sama og hætti tímabundið á samfélagsmiðlum eftir þetta atvik.

„Ég veit ekki hvenær þessi mynd er tekin, hvort viðkomandi hafi átt þess mynd eða fundið hana á netinu eða annað. Barnið var í leikskólanum þannig það var mjög óþægilegt,“ sagði Sólrún.

Hér er hægt að sjá brot úr þættinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×