Fótbolti

Bendtner dæmdur í 50 daga fangelsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bendtner í landsleik.
Bendtner í landsleik. vísir/getty
Danski fótboltakappinn Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, var í dag dæmdur í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás.

Bendtner réðst á leigubílstjóra í Kaupmannahöfn á dögunum. Framherjinn, sem nú spilar með Rosenborg, neitaði að greiða fyrir leigubílinn. Það endaði í átökum og Bendtner kjálkabraut leigubílstjórann í þeim átökum. Hann sparkaði svo í bílstjórann þar sem hann lá í götunni.

Bendtner fékk ekki bara fangelsisdóm heldur þarf hann einnig að greiða leigubílstjóranum um 160 þúsund krónur í skaðabætur.

Knattspyrnukappinn hefur þegar ákveðið að áfrýja þessum dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×