Innlent

Ríkið styrkir flóttamenn til brottfarar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán
Reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjenda um alþjóðlega vernd tók gildi í gær. Umsækjendur um alþjóðlega vernd geta fengið allt að þúsund evrur, andvirði tæpra 140 þúsund króna, yfirgefi þeir landið.

Umsækjandi getur fengið frá hundrað að tvö hundruð evrum í ferðastyrk en upphæð aðlögunarstyrksins er á bilinu tvö hundruð til átta hundruð evrur.

Hæsta upphæð fá þeir sem koma frá Afganistan, Íran, Írak, Nígeríu og Sómalíu. Einstaklingar frá Alsír, Egyptalandi og Marokkó fá næstmest. Aðrir umsækjendur eiga eingöngu rétt á ferðastyrknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×