Lífið samstarf

Smákökusamkeppni Kornax

Lífland kynnir
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jóla síðustu ár.
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jóla síðustu ár. Nordicphotos/getty
Áhugabakarar geta unnið sér inn KitchenAid hrærivél fyrir bestu smákökuna í smákökusamkeppni Kornax. Einu skilyrðin eru að smákökurnar innihaldi Kornax hveiti og einhverja vöru frá Nóa Síríusi. Einnig er gott að miða við að kökurnar séu ekki mikið stærri en 5 sentimetrar í þvermál en annars má sleppa hugmyndafluginu lausu. Dómararnir dæma eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin.

Skila fyrir 13. nóvember

Skila þarf um það bil 15 smákökum í gegnsæju íláti, krukku eða plastpoka, merktum með dulnefni, eigi síðar en þriðjudaginn 13. nóvember og fyrir klukkan 16, á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík. Kökurnar má einnig senda með pósti. Rétt nafn bakarans, símanúmer og uppskriftin að kökunum þarf að fylgja með í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni.

Hver bakar bestu smákökuna?
Glæsileg verðlaun

Verðlaunin í ár eru ekki af verri endanum.

1. Verðlaun: KitchenAid hrærivél frá Raflandi, Smellur frá Hótel Selfossi, innifalið er 2ja manna herbergi ásamt morgunverði auk þriggja rétta kvöldverðar að hætti hússins, gjafabréf að upphæð 40.000 kr frá Nettó, Kornax hveiti í baksturinn, lífræn egg frá Nesbú-eggjum og glæsilegur gjafapoki frá Nóa Síríusi.

2. Verðlaun: KOL Skólavörðustíg smakkmatseðill fyrir tvo, gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó, glæsilegt og vandað 5 stykkja KitchenAid bökunarsett frá Raflandi, Kornax hveiti í baksturinn, lífræn egg frá Nesbú-eggjum og glæsilegur gjafapoki frá Nóa Síríusi. 

3. Verðlaun: Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn, lífræn egg frá Nesbú-eggjum og glæsilegur gjafapoki frá Nóa Síríusi.

Fyrirspurnir varðandi keppnina er hægt að senda á kornax@kornax.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við söluaðila Kornax






Fleiri fréttir

Sjá meira


×