Erlent

Heimsins hæsta stytta afhjúpuð

Styttan er af Sardar Vallabhbhai Patel einni af frelsishetju Indlands og fyrsta varaforsætisráðherra landsins.
Styttan er af Sardar Vallabhbhai Patel einni af frelsishetju Indlands og fyrsta varaforsætisráðherra landsins. AP/Ajit Solanki
Hæsta stytta heims var afhjúpuð í Gujarat héraði á Indlandi í dag.

Styttan er af Sardar Vallabhbhai Patel einni af frelsishetju Indlands og fyrsta varaforsætisráðherra landsins. Styttan ber heitið Sameiningarstyttan og er tileinkuð bæði Patel og sjálfstæðishreyfingu Indlands. Framkvæmdir við styttuna hófust í desember 2013 en hún var afhjúpuð af forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, í dag.

Allur grunnur styttunnar er 20 þúsund fermetrar og er hún um 182 metra há. Umhverfis hana er 12 ferkílómetra stórt manngert vatn en framkvæmdirnar hafa, samkvæmt áætlun stjórnvalda, kostað 420 milljónir dollara eða því sem nemur rúmlega 51 milljarði íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×