Lífið

Selma Blair með MS-sjúkdóminn: Læknar neituðu að hlusta þar til hún hneig niður

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Selma Blair er létt að vera komin með sjúkdómsgreiningu þó hún hafi fengið áfall við að heyra að hún væri með MS-sjúkdóminn.
Selma Blair er létt að vera komin með sjúkdómsgreiningu þó hún hafi fengið áfall við að heyra að hún væri með MS-sjúkdóminn. Selma Blair instagram
Leikkonan Selma Blair opnaði sig um sjúkdóminn sinn í opinskáum pistli sem hún skrifaði á Instagram síðuna sína. Í ágúst síðastliðnum fékk hún þá greiningu að hún væri með MS sjúkdóminn.

Hún gerir ráð fyrir að hún hafi burðast um með þennan ólæknanlega sjúkdóm í að minnsta kosti 15 ár án þess að á hana hafi verið hlustað.

Hún segist hafa fundið fyrir einkennum sjúkdómsins árum saman en að enginn hafi tekið því alvarlega sem hún sagði. Það var ekki fyrr en hún hneig niður fyrir framan lækninn sinn sem á hana var hlustað og stuttu síðar lá greiningin fyrir. Sjálf hélt hún að hún væri með klemmda taug.

Blair segir að það hafi verið mikið áfall að fá greininguna en á sama tíma ákveðinn léttir því þá vissi hún að minnsta kosti hvað amaði að sér. Hún ákvað að segja frá sjúkdómnum sínum til reyna að gefa þeim sem eru með MS von.

Selma Blair fer með hlutverk Harper Glass í þáttaröðinni Another Life.Getty/Steve Eichner
Blair fer með hlutverk Harper Glass í þáttaröðinni Another Life sem sýndir eru á Netflix. Hún segir að umburðarlyndi sem henni sé sýnt á vinnustaðnum geri henni kleift að starfa sem leikkona. Þá njóti hún guðs og búi yfir miklum viljastyrk.

„Ég er með fötlun. Ég hrasa stundum. Ég missi hluti. Ég er með heilaþoku. Öll vinstri hliðin biður bilað staðsetningartæki um leiðbeiningar. Við erum samt bara að gera þetta. Ég hlæ þó ég viti ekki alveg nákvæmlega hvað ég geri næst en ég geri mitt besta,“ segir Blair um einkennin.

„Það hjálpar þér enginn ef þú biður ekki um hjálp. Þetta getur verið yfirþyrmandi í byrjun. Þú vilt sofa. Þú vilt alltaf sofa og ég hef engin svör. Sjáðu til, ég vil líka sofa.

En ég er kappsöm manneskja og ég vil eiga innihaldsríkt líf. Ég vil leika við son minn aftur. Ég vil ganga eftir götunni og fara á hestbak. Ég er með MS og það er allt í lagi með mig. En ef þú tekur eftir því að ég hafi misst einhverja hluti úti á götu, hjálpaðu mér þá endilega að taka þá aftur upp. Það tekur mig heilan dag að gera það ein. Takk fyrir og megum við fá að njóta góðra daga á milli þeirra sem eru krefjandi,“ segir Blair.

View this post on Instagram

I was in this wardrobe fitting two days ago. And I am in the deepest gratitude. So profound, it is, I have decided to share. The brilliant costumer #Allisaswanson not only designs the pieces #harperglass will wear on this new #Netflix show , but she carefully gets my legs in my pants, pulls my tops over my head, buttons my coats and offers her shoulder to steady myself. I have #multiplesclerosis . I am in an exacerbation. By the grace of the lord, and will power and the understanding producers at Netflix , I have a job. A wonderful job. I am disabled. I fall sometimes. I drop things. My memory is foggy. And my left side is asking for directions from a broken gps. But we are doing it . And I laugh and I don't know exactly what I will do precisely but I will do my best. Since my diagnosis at ten thirty pm on The night of August 16, I have had love and support from my friends , especially @Jaime king @sarahmgellar @realfreddieprinze @tarasubkoff @noah.d.newman . My producers #noreenhalpern who assured me that everyone has something. #chrisregina #aaronmartin and every crew member... thank you. I am in the thick of it but I hope to give some hope to others. And even to myself. You can't get help unless you ask. It can be overwhelming in the beginning. You want to sleep. You always want to sleep. So I don't have answers. You see, I want to sleep. But I am a forthcoming person and I want my life to be full somehow. I want to play with my son again. I want to walk down the street and ride my horse. I have MS and I am ok. But if you see me , dropping crap all over the street, feel free to help me pick it up. It takes a whole day for me alone. Thank you and may we all know good days amongst the challenges. And the biggest thanks to @elizberkley who forced me to see her brother #drjasonberkley who gave me this diagnosis after finding lesions on that mri. I have had symptoms for years but was never taken seriously until I fell down in front of him trying to sort out what I thought was a pinched nerve. I have probably had this incurable disease for 15 years at least. And I am relieved to at least know. And share. my instagram family... you know who you are.

A post shared by Selma Blair (@selmablair) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×