Innlent

Festi kaup á hjóli sem útbúið er eins og bíll

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Skúli Guðbjarnarson festi á dögunum kaup á fyrsta hjóll landsins, en um er að ræða blöndu af hjóli og bíl. Á hjólinu eru 28 gírar og kemst það upp í 100 kílómetra hraða á klukkustund. Um 5 þúsund sambærileg hjól eru til í heiminum og er umrætt hjól það fyrsta hér á landi.

„Þetta er hjóll. Þetta er svokallað velomobile á ensku. Þetta er reiðhjól og fellur í þann tollflokk enda algjörlega mannknúið,“ segir Skúli Guðbjarnarson.

Á hjólinu eru 28 gírar og er það knúið af stað með pedala. Á því er einnig handbremsa, baksýnisspegill og stýri svo eitthvað sé nefnt.

Færð þú ekki umtalsverða athygli þegar þú hjólar á þessu?

„Jú, þegar ég keyrði hérna eftir Álftanesveginum þá stoppuðu margir og tóku upp símann og tóku myndir,“ segir Skúli.

Þá segist hann ekki hafa notað bíl sinn neitt af ráði eftir að hann fjárfesti í tryllitækinu.



Hérna líður þér best?

„Já hérna er maður afslappaður,“ sagði Skúli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×