Lífið kynningar

153 kílóa bláuggatúnfiskur á Túnfiskfestival Sushi Social

Sushi Social kynnir
Túnfiskfestival Sushi Social fer fram dagana 23. til 27. október.
Túnfiskfestival Sushi Social fer fram dagana 23. til 27. október. nordic photos/getty

Japanski túnfiskskurðarmeistarinn Nobuyuki Tajiri verður ásamt sérinnfluttum, 153 kílóa bláuggatúnfiski á túnfiskfestival Sushi Social sem hefst á morgun. Festivalið stendur til laugardagsins 27. október.
Nuno Alexandre Bentim Servo, einn eigandi Sushi Social, segir það mikinn heiður að fá Tajiri hingað til lands en meistarinn kemur til með að hluta fiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum túnfiskfestival og einnig er þetta í fyrsta skipti sem Tajiri kemur til Íslands þannig að við erum mjög spennt. Túnfiskfestivalið hefst klukkan 17.00 á morgun, þriðjudag og það er greinilegt að viðskiptavinir okkar eru líka spenntir þar sem að fjölmargir hafa nú þegar tryggt sér borð,“ segir Nuno.

Seðill festivalsins samanstendur af níu túnfiskréttum auk þess sem gestir geta skellt sér í spennandi smakkseðil og notið þannig afraksturs skurðarins enn betur.

Nobuyuki Tajiri er mikils metinn í veitingabransanum en hann starfar á veitingastaðnum Balfegó í Barcelona. Tajiri ferðast á vegum Balfegó um allan heim til að sýna listir sínar og var fyrr á þessu ári í New York þar sem stjörnukokkurinn José Andrés fylgdist með handbragði kappans ásamt kollegum sínum.

Sushi Social er til húsa að Þingholtsstræti 5. Sushi Social

Frekari upplýsingar um festivalið má finna inni á www.sushisocial.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sushi Social.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.