Lífið

Brynhildur og Heimir selja íbúð í Sigvaldahúsi á tæplega hundrað milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign í Vesturbænum.
Falleg eign í Vesturbænum.
Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir og leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafa sett hæð sína við Dunhaga á sölu en ásett verð er 98,9 milljónir.

Húsið er eftir Sigvalda Thordarson og einkennist eignin af mögnuðu útsýni yfir Vesturbæinn en mbl.is greindi fyrst frá. Fallegur blár litur fær að njóta sín í íbúðinni en liturinn heitir einfaldlega Brynhildarblár og er skírður í höfuðið á leikkonunni, en hægt er að kaupa litinn í Slippfélaginu.

Mikil lofthæð er í íbúðinni eða um 3,6 metrar og hefur íbúðin verið mikið endurbætt á undanförnum árum.

Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda.

Eignin er um tvö hundruð fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1957. Tvær útleigueiningar fylgja eigninni. Búið er að útbúa tveggja herbergja íbúð þar sem gert var ráð fyrir bílskúr, en hann hefur aldrei verið nýttur sem slíkur. Plastparket á gólfi í stofu, eldhúsi og svefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, salerni og handlaug. Baðherbergið var standsett 2015.

Að auki er útleiguherbergi á jarðhæð. Á sameignargangi er lítið eldhús og snyrtilegt baðherbergi sem er sameiginlegt með öðru herbergi í eigu annarrar íbúðar.

Fasteignamat eignarinnar er 74,4 milljónir.

Fallegt Sigvaldahús.
Skemmtileg setustofa með arinn.
Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda.
Falleg borðstofa þar sem útgengt er út á fallegar svalir.
Skemmtileg tenging milli borðstofu og eldhússins.
Fallegt eldhús.
Baðherbergið snyrtilegt.
Útsýnið frábært.
Listamaðurinn Loji Höskuldsson heldur úti myndabloggi um arkitektinn Sigvalda Thordarson á Instagram-reikningi sínum. Hér má sjá innlegg hans um umrædda byggingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×