Íslenski boltinn

Atli Viðar gerir upp ferilinn í frábæru innslagi: Fyrsta æfingin hjá FH var í reiðhöll

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr klippunni. Atli stendur fyrir utan reiðhöllina.
Úr klippunni. Atli stendur fyrir utan reiðhöllina. vísir/skjáskot
Atli Viðar Björnsson lagði skóna á hilluna eftir tímabilið í Pepsi-deild karla en Atli hefur verið einn albesti framherji íslenska boltans.

FH-ingar nýttu tækifærið og áttundi þáttur af Fimleikafélaginu fjallar um þennan magnaða markaskorara. Þar segir hann frá sinni fyrstu æfingu í FH.

„Hérna fór ég á mína allra fyrstu æfingu með FH. Hérna er svona malarvöllur sem að hestamennirnir nota og ríða hring eftir hring en við spiluðum fótbolta hérna inni,“ sagði Atli Viðar í þættinum.

„Ég man að Logi (Ólafsson, þáverandi þjálfari FH) sótti mig niður í Kaplakrika. Ég rataði nátturulega ekki fyrir fimm aura þegar ég var ný fluttur í bæinn.“

„Ég held að mér hafi ekki litist neitt sérstaklega vel á út í hvað við vorum að fara. Svo var þetta gaman og það var oft mikill hasar hérna inni. Menn tókust á.“

Þáttinn má sjá hér að neðan þar sem farið er yfir víðan völl og meðal annars rætt við fyrrum þjálfara Atla Viðars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×