Chelsea ekki í vandræðum án Hazard

Dagur Lárusson skrifar
Ross Barkley og Morata fagna.
Ross Barkley og Morata fagna. vísir/getty
Ross Barkley skoraði í sínum þriðja leik í röð í deildinni fyrir Chelsea þegar liðið bar sigurorð á Jóa Berg og félögum í Burnley.

 

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley eins og vanalega en hann hefur verið iðinn við kolann síðustu vikur við stoðsendingar.

 

Það var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins að liðsmenn Chelsea voru vel upplagðir þrátt fyrir að vera án þeirra sterkasta leikmann, Eden Hazard, sem er að glíma við bakmeiðsli.

 

Það var Alvaro Morata sem kom Chelsea á bragðið á 22. mínútu með laglegu marki og var staðan 0-1 í hálfleiknum.

 

Á 57. mínútu var síðan komið að Ross Barkley sem skoraði í sínum þriðja leik í röð í deildinni og kom hann Chelsea því í 2-0 forystu. Það var síðan Brasilíumaðurinn Willian sem skoraði þriðja mark Chelsea og allt stefndi í það að 0-3 yrðu lokatölur.

 

En það var síðan Ruben-Loftus Cheek sem innsiglaði sigur Chelsea í uppbótartíma eftir darraðardans í teignum. Lokatölur voru því 0-4.

 

Jóhann Berg spilaði allan leikinn í liði Burnley en eftir leikinn er Burnley í fimmtánda sæti með átta stig á meðan Chelsea er í öðru sæti með 24 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira