Innlent

Dæmdur fyrir að káfa á leigubílstjóra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Áreitti kvenkyns leigubílstjóra á Þjóðhátíð í Eyjum 2015.
Áreitti kvenkyns leigubílstjóra á Þjóðhátíð í Eyjum 2015. Fréttablaðið/Óskar
Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni í garð kvenkyns leigubílstjóra á Þjóðhátíð árið 2015.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa káfað á brjóstum og klofi konunnar utanklæða og fyrir að hafa spurt bílstjórann „hvernig hún væri í henni“, spurt hana hvernig hún væri í bólinu og kallað hana tussu.

Maðurinn og konan voru ein til frásagnar um það sem gerðist í bílnum en konan hafði að vísu haldið niðri takkanum á talstöð bifreiðarinnar svo aðrir leigubílstjórar heyrðu hluta af því sem fram fór.

Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa verið drukkinn en ekki svo mjög að hann myndi ekki eftir atvikum. Þó gæti vel verið að hann hafi kallað hana tussu „enda ætti hann það til að vera ljótur í kjaftinum“.

Auk refsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða konunni alls 350 þúsund krónur í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×