Innlent

Vilja að völlurinn á Höfn verði millilandaflugvöllur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Flugmaðurinn átti í basli með að lenda á Egilsstöðum enda var skyggni slæmt.
Flugmaðurinn átti í basli með að lenda á Egilsstöðum enda var skyggni slæmt. Fréttablaðið/Vilhelm
Birta ætti upplýsingar um flugveðurskilyrði á ensku sem og notkunarleiðbeiningar fyrir flugmenn á vefsíðu Veðurstofunnar. Einnig ætti að gera flugvöllinn á Höfn að millilandaflugvelli. Þessar tillögur birti Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) í skýrslu um atvik sem átti sér stað þann 4. júlí 2014 á Austurlandi.

Flugmaður á vél sem hann byggði sjálfur og var að fljúga í kringum hnöttinn hafði þá flogið frá Vágum á Færeyjum til Egilsstaða. Áður en hann lagði af stað frá Færeyjum hafði hann fengið upplýsingar um að léttskýjað yrði um miðnætti á Egilsstöðum og samkvæmt því sem flugmaðurinn tjáði RNSA mat hann aðstæður nógu góðar til flugs. Vélin lenti hins vegar í afar slæmu skyggni yfir Austfjörðum og þar sem hún var ekki útbúin til blindflugs sendi flugmaðurinn út neyðarkall.

Að því er fram kemur í skýrslunni taldi veðurfræðingur að flugvöllurinn á Höfn hefði hentað mun betur til lendingar þennan dag. Sá flugvöllur er hins vegar ekki millilandaflugvöllur.

Einnig kemur fram að upplýsingar um flugveðurskilyrði birtist eingöngu á íslensku en í upplýsingunum sem birtust þennan dag kom fram að skilyrði yrðu slæm á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×