Fótbolti

Lengsta biðin eftir sigri í 38 ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er langt síðan strákarnir fundu sigurtilfinninguna.
Það er langt síðan strákarnir fundu sigurtilfinninguna. vísir/vilhelm
Biðin eftir sigri hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu lengist og lengist en liðið hefur nú ekki unnið í ellefu leikjum í röð.

Síðasti sigurleikur íslenska liðsins var þann 14. janúar er liðið vann 4-1 sigur á Indónesíu í vináttulandsleik ytra.

Síðasti mótssigurinn kom gegn Kósóvó, 2-0, þann 9. október í fyrra. Þá tryggði liðið sig inn á HM. Eftir það hefur gefið á bátinn.





Íslenska karlalandsliðið hefur ekki beðið svona lengi eftir sigri síðan árið 1980 eða í 38 ár. Þá hafði íslenska liðið ekki unnið í 17 leikjum í röð eða frá júlí árið 1977. Sigur gegn Færeyjum batt enda á þá taphrinu.

Leikirnir ellefu:

Ísland - Sviss  1-2

Frakkland - Ísland  2-2

Ísland - Belgía  0-3

Sviss - Ísland  6-0

Ísland - Króatía  1-2

Nígería - Ísland  2-0

Argentína - Ísland  1-1

Ísland - Gana  1-1

Ísland - Noregur  2-3

Perú - Ísland  3-1

Mexíkó - Ísland  3-0


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Gylfi bestur

Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×