Sport

Ísland fékk fjórða sætið eftir kæru Breta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
Ísland varð í fjórða sæti
Ísland varð í fjórða sæti mynd/kristinn arason
Ísland endaði í fjórða sæti í flokki blandaðra liða á EM í Portúgal eftir að Bretar kærðu danseinkunn sína.

Þegar dómararnir höfðu gefið einkunnir sínar voru Ísland og Bretland jöfn með 47,000 í heildareinkunn.

Bretar voru ósáttir með einkunn sína í dansi og kærðu hana. Þeir hækkuðu þó ekki, eins og þeir vonuðust eftir með kærunni, heldur lækkuðu um 0,100 sem þýðir að Ísland endar í fjórða sæti.

Danir unnu keppnina með 52,800 í einkunn, Svíar urðu í öðru sæti og Norðmenn urðu þriðju. Þeir voru 0,750 á undan íslenska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×