Lífið

Tímamótaáfangi hjá Arnari Grant

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki margir sem ná þessum áfanga í golfheiminum.
Ekki margir sem ná þessum áfanga í golfheiminum.
Einkaþjálfarinn Arnar Grant gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á golfvelli á Spáni.

Hermann Guðmundsson greinir frá þessu á Facebook en saman spiluðu þeir Arnar hring á golfvelli við Catalunya Resort rétt fyrir utan Barcelona.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Arnar nær þessum árangri, en örfáir golfarar ná þessum áfanga yfir ævina. Þeir sem fara holu í höggi eru gjaldgengir í Einherjaklúbbinn svonefnda.

Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga að því er segir á heimsíðu Einherjaklúbbsins.

„Frá fyrstu skráningum, árið 1936, hafa um 3.000 draumahögg íslensks kylfingsins verið skráð. Af 40.000 kylfingum á Íslandi ná einungis um 130 að fara holu í höggi á ári hverju.“

Sjötta holan á Korpúlfsstaðavelli er sú hola sem oftast hefur verið farið holu í höggi á síðustu tíu árum. 17. holan í Grafarholti og „Bergvíkin“ 3. holan á Hólmsvelli eru þær holur sem virðast vera hvað erfiðastar viðureignar, og minnstar líkur á að fara holu í höggi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×