Íslenski boltinn

Franski bakvörðurinn framlengir í Krikanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri FH, og Cédric D'Ulivo handsala samninginn.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri FH, og Cédric D'Ulivo handsala samninginn. mynd/fh
FH er byrjað að vinna í sínum leikmannahóp eftir að tímabilinu lauk í Pepsi-deildinni á laugardaginn en liðið endaði í fimmta sæti deildarinnar.

Hægri bakvörðurinn Cédric D'Ulivo hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum og er nú samningsbundinn út næsta tímabil.

Hann kom til FH um mitt sumar á síðustu leiktíð en lenti í erfiðum hnémeiðslum sem héldu honum frá keppni á síðustu leiktíð og fram á mitt sumar í ár.

Cédric kom svo sterkur inn í lið FH á þessari leiktíð. Hann skoraði eitt mörk í þeim átta leikjum sem hann spilaði og var traustur í varnarleik liðsins.

Fyrr í dag greindi Atli Viðar Björnsson frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna en fleiri FH-ingar eru samningslausir; til að mynda Atli Guðnason, Robbie Crawford og Gunnar Nielsen svo einhverjir séu nefndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×