Íslenski boltinn

Jóhannes Karl og Guðmundur bestir í Inkasso-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Karl og Guðmundur taka við verðlaununum.
Jóhannes Karl og Guðmundur taka við verðlaununum. vísir/skjáskot
Stöð 2 Sport hefur í samstarfi við Inkasso valið þjálfara og leikmann ársins í Inkasso deild karla en ÍA og HK voru í tveimur efstu sætunum.

Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, er besti leikmaður ársins en HK endaði í öðru sæti Inkasso. Hann segir að liðið þurfi klárlega að styrkja sig fyrir deild þeirra bestu.

„Það eru tíu ár síðan að klúbburinn spilaði í efstu deild. Við þurfum eflaust að bæta við okkur leikmönnum og styrkja okkur á þeim sviðum sem við þurfum styrkingar. Það verður spennandi og við hlökkum til,” sagði Guðmundur.

Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ársins en hann vann deildina með Skagamenn á sínu fyrsta ári sem þjálfari á Akranesi.

„Sagan upp á Skaga er þannig að það búa mikið af sigurvegurum upp á Skaga. Við viljum vera í deild þeirra bestu og það er staðan þar sem við ætluum okkur að vera,” sagði Jói Kalli og bætti við:

„Akranes er lítill bær. Við þurfum að sýna mikla samstöðu og vinna þetta sem ein held, innan vallar sem utan. Það gefur okkur forskot á önnur lið á landinu að vera lítið sveitafélag, lítið félag."

„Það hefur verið okkar styrkleiki og við ætlum að byggja á því.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×