Enski boltinn

Kálhaus kastað í stjóra Birkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruce á hliðarlínunni í gærkvöldi áður en káli var kastað í hann.
Bruce á hliðarlínunni í gærkvöldi áður en káli var kastað í hann. vísir/getty
Það var mikill hiti á Villa Park í gærkvöldi er Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa gerðu 3-3 jafntefli við botnlið Preston í ensku B-deildinni í gærkvöldi.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Aston Villa á þessu tímabili. Þeir eru í tólfta sæti deildarinnar og hafa unnið einn af síðustu níu leikjunum en á síðasta tímabili var liðið í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Það var mikill hiti á pöllunum. Einn áhorfandi gekk svo langt að kasta hvítkáli í stjóra liðsins, Steve Bruce, sem er afar valtur í sessi þrátt fyrir að hafa gert frábæra hluti með liðið á síðustu leiktíð.

Einhverjir stuðningsmenn eru búnir að fá nóg en það hefur þó ekki oft heyrst að kastað sé káli í stjórann. Stuðningsmenn Aston Villa fara nýjar leiðir en Bruce var, eðlilega, ekki svo sáttur með þetta.

„Þetta lýsir vel samfélaginu sem við lifum í. Það er ekki borinn virðing fyrir neinum,” sagði vel pirraður Bruce í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×