Enski boltinn

Pogba: Mér var bannað að tala

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba gæti verið á útleið.
Paul Pogba gæti verið á útleið. Vísir/Getty
Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn.

United gerði markalaust jafntefli á Old Trafford og hefur nú spilað fjóra leiki á heimavelli í röð án þess að ná í sigur.

Eftir leikinn var Pogba spurður hans viðbrögð og svaraði Frakkinn:

„Mér var sagt ég mætti ekki tala.“

Pogba hefur mikið ratað í fyrirsagnir undan farið og gagnrýndi meðal annars leikstíl United eftir 1-1 jafnteflið við Wolves í deildinni þegar hann sagði United eiga að spila meiri sóknarbolta.

Það þarf að fara 29 ár aftur í tímann til að finna verri byrjun á deildarkeppni hjá United, liðið er úr leik í deildarbikarnum og þrátt fyrir að vera taplaust í Meistaradeildinni eftir tvo leiki var frammistaðan á þriðjudaginn ekki til eftirbreytni.

Næsti leikur liðsins er á laugardaginn, United fær Newcastle í heimsókn í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×