Tónlist

Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skilaboð ClubDub í smellinum Clubbed Up snúast fyrst og fremst um að skemmta sér og taka lífinu létt.
Skilaboð ClubDub í smellinum Clubbed Up snúast fyrst og fremst um að skemmta sér og taka lífinu létt. Vísir/Bjarni
Dúóið ClubDub kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum mánuðum síðan með sumarsmellin Clubbed Up og hefur troðið upp á annarri hverri tónlistarhátíð og skólaballi síðan.

Á bak við sveitina eru rétt rúmlega tvítugir háskólanemar, þeir Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónasson, ásamt félögunum Bjarka og Teiti Helga sem mynda framleiðsludúóið Ratio.

Syngja um djamm, en djúsa lítið sjálfir

Þrátt fyrir að textar þeirra félaga fjalli að miklu leyti um drykkju og djamm segjast þeir setja sig í karakter á tónleikum, enda séu þeir í raun litlir djúsarar sjálfir.

„Klúbburinn“ sem þeim er svo tíðrætt um í lögum sínum geti verið hvar sem er, enda snúist skilaboðin fyrst og fremst um að skemmta sér og taka lífinu létt – án þess að eiginlegur skemmtistaður þurfi að koma við sögu.



 

Eldra fólkið skilur ekki tónlistina

Þeir segja kynslóðabilið vera talsvert þegar kemur að tónlistinni og eldra fólk skilji oft á tíðum einfaldlega ekki það sem þeir segja í lögunum. Þeir sækja gjarnan innblástur í tölvuleiki við textasmíðar, og þar spilar skotleikurinn Fortnite stórt hlutverk. 

Þannig hefur setning úr fyrsta laginu, Clubbed up, gjarnan valdið misskilningi – þegar þeir tala um að „púlla upp á klúbb, og sækja þetta dub“.

„Þetta er kannski svona lingó sem byrjaði í tölvuleikjum eins og svo margt annað. Mikið af lingói sem notað er í dag kemur úr tölvuleikjum án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Að sækja eitthvað dub er bara ef þér tekst að skemmta þér og átt gott kvöld,“ segir Brynjar Bjarkason en félagi hans í sveitinni Aron Kristinn hefur áður heyrt að fólk haldi að lagið segir: „Að sækja þetta drug.“



Rætt verður við þá Brynjar og Aron Kristinn í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður einnig rætt við aðra aðstandendur sveitarinnar, farið yfir tónlistina, háskólanámið, aukastörfin og hvað stendur til á næstunni.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×