Innlent

Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi.
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. visir/getty
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá.

Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.

Thelma segir málið óþægilegt

„Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram.

Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“.

„Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið.

 

Einblíndi á heimabanka fólks

Í fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni.

„Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“

Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×