Innlent

Bein útsending: Hver verða framúrskarandi?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hvað eiga Darwin, H.C. Andersen og Zlatan sameiginlegt?
Hvað eiga Darwin, H.C. Andersen og Zlatan sameiginlegt? vísir/getty
Hermundur Sigmundsson heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík 10. október klukkan 12.10.

Í fyrirlestrinum dregur hann fram einkenni sem þau sem skara fram úr bera og einblínir á mikilvægar kenningar um heila, nám og þjálfun. Horfa má á beina útsendingu frá fyrirlestrinum hér að neðan.

Meðal þeirra spurninga sem reynt verðru að svara verða hvað þarf til að verða framúrskarandi og hvaða þættir eru sameiginlegir fyrir þá aðila sem hafa orðið framúrskarandi á sínu sviði?

Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði vid Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi. Hann stundar rannsóknir á sviði náms og færniþróunar. Hermundur ritstýrir bók sem fjallar um framúrskarandi einstaklinga, bæði kenningar og dæmi um slíka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×