Fótbolti

Emil spilaði allan leikinn í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. vísir/getty
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn í tapi Frosinone gegn Genoa en eftir leikinn er Frosinone með aðeins eitt stig í næstneðsta sæti deildarinnar.

 

Liðsmenn Genoa mættu ákveðnir til leiks og sóttu stíft fyrstu mínúturnar. Það var síðan Krzyszfof Piatek sem náðu forystunni fyrir Genoa á 33. mínútu.

 

Aðeins þremur mínútum seinna var staðan orðin 2-0 en þar var Piatek aftur á ferðinni. Allt stefndi í að Genoa myndi fara með 2-0 forystu í hálfleikinn en þá fengu Frosinone vítasyrnu sem Camillo Ciano skoraði úr.

 

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum og því voru það liðsmenn Genoa sem fengu stigin þrjú og eru þeir í sjöunda sæti eftir leikinn með tólf stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins:

 Bologna 2-1 Udinese

Chievo 0-1 Torino

Fiorentina 1-0 Atalanta

Frosinone 1-2 Genoa

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×