Innlent

Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Sigurður Kristinsson
Sigurður Kristinsson Vísir/Vilhelm
Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. Ákæra hefur enn ekki verið birt sakborningum né lögmönnum þeirra en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi föstudag. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar.

Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar, tæpum þremur vikum áður en Sigurður kom til landsins.

Sigurður Kristinsson bjó ásamt Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á Spáni en hún slasaðist alvarlega eftir fall á heimili þeirra á Malaga fyrr á þessu ári en þau eru nú skilin.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×