Lífið

Viðbrögðin við typpaauglýsingu Siggu Daggar komu henni á óvart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga Dögg er einn þekktasti kynfræðingur landsins.
Sigga Dögg er einn þekktasti kynfræðingur landsins.
Kynfræðingurinn Sigga Dögg auglýsti eftir typpi á Facebook í vikunni en hún mun á næstunni framleiða fræðslumynd um smokkanotkun.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér og voru þau heldur betur mikil við stöðufærslu hennar á samfélagsmiðlum.

Menn kepptust við að merka vini sína í athugasemd og var mikið um grín og glens.



Viðbrögðin komu Siggu Dögg nokkuð á óvart.

„Það var enginn dónaskapur í gangi og bara kurteisi. Það voru ótrúlega margir sem buðu sig fram og fékk fimmtán skilaboð frá karlmönnum sem til voru í verkefnið,“ segir Sigga en hún hefur valið typpi eins og Vísir greindi frá í gær.

„Ég er nú búin að bjóða hinum og þessum að taka þátt í öðrum verkefnum sem ég er ekki enn farin að segja frá.“

En fékk hún einhverjar typpamyndir sendar?

„Ég hef nokkrum sinnum, í raun mjög sjaldan, fengið senda typpamynd. Mér finnst fólk almennt mjög kurteist við mig og til í að leggja fræðslunni lið. Allir virðast vera á því máli að mikið þurfi að breytast í kynfræðslu og þar er ég hjartanlega sammála,“ segir Sigga Dögg sem er með karlmenn á biðlista í nýjasta verkefninu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×