Lífið

Að gerast fósturforeldri er mikill tilfinningarússíbani

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hvaða ferli fer af stað þegar fólk vill gerast fósturforeldrar, hvað tekur það langa tíma og hvaða skilyrði þarf að uppfylla?

Í fyrsta þætti í nýrri seríu af Fósturbörnum fylgir Sindri eftir Maríu, 39 ára einstæðri konu, sem býr ásamt tveimur köttum í Árbænum og vill meira í lífinu.

Sindri Sindrason fékk að fylgjast með henni í rúmt ár og mun fólk kynnast þeim tilfinningarússíbana sem María hefur gengið í gegnum.

Eins og sjá má í stiklunni að ofan þá er það ekki lítið mál að gerast fósturforeldri. María fær að kynnast því að pör teljast æskilegri fósturforeldrar en einstætt fólk. Hún telur alla hafa gott af því í lífinu að hugsa um fleiri en sjálfa sig.

Fyrsti þáttur af Fósturbörnum er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:30 í kvöld, sunnudag.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×