Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar hættir eftir tímabilið: „Kóngurinn kveður Hásteinsvöll“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Heiðar tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn á síðasta ári
Gunnar Heiðar tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn á síðasta ári Vísir/Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að loknu tímabilinu í Pepsi deild karla. ÍBV tilkynnti þetta í dag.

Gunnar Heiðar er fæddur árið 1982 og því 36 ára gamall. Hann hefur aðeins leikið með einu liði á Íslandi, uppeldisfélaginu ÍBV, en var í atvinnumennsku í um áratug og spilaði meðal annars á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.

Framherjinn á að baki 148 meistaraflokksleiki með ÍBV og hefur skorað í þeim 62 mörk. Hann á 24 A-landsleiki fyrir Ísland.

Gunnar Heiðar spilar sinn síðasta heimaleik með ÍBV í dag þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í næst síðustu umferð Pepsi deildarinnar. Eyjamenn fara til Grindavíkur í síðustu umferðinni um næstu helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×