Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og verður fjallað ítarlega um áætlunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um kosningaúrslit í Svíþjóð en mikil óreiða ríkir í stjórnmálum þar í landi vegna úrslitanna. Rætt er við stjórnmálafræðing við háskólann í Malmö sem segir að brjóta þurfi upp hefðbundnar blokkir vinstri- og hægriflokka ef mynda eigi ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata.

Rætt verður við heilbrigðisráðherra sem hefur ákveðið að setja 25 milljónir í forvarnarverkefni vegna sjálfsvíga á Íslandi, við fjöllum um fjölda lítilla bjórgerða sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur á Íslandi og förum í heimsókn á dvalarheimilið Ás í Hveragerði þar sem heimilismenn eru alsælir með nýtt trésmíðaverkstæði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum í opinni dagskrá, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar - og að sjálfsögðu í beinni á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.