Lífið

Nýr ástarþáttur í loftið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Örn Ólafsson er umsjónarmaður þáttarins.
Jóhann Örn Ólafsson er umsjónarmaður þáttarins.

Sunnudaginn 16. september fer í loftið nýr þáttur á Bylgjunni sem ber heitið Með kærri kveðju.

Jóhann Örn Ólafsson er umsjónarmaður þáttarins. Í þættinum verða spiluð ástarlög í bland við kveðjur frá hlustendum til ástvina sinna.  Þetta geta verið afmæliskveðjur, ástarkveðjur, ástar og saknaðarkveðjur eða kveðjur með hamingjuóskum 

Sem sagt, kveðjur frá hlustendum Bylgjunnar til ástvina sinna. Jóhann Örn og hlustendur sjálfir flytja kveðjurnar á milli þess sem Jóhann leikur flotta tónlist, lög sem fjalla um ást og kærleika. 

Hægt er að senda kveðju hvenær sem er á netfangið kvedja@bylgjan.is eða í skilaboðum til Bylgjunnar á Facebook eða skrifað kveðjuna inn á heimasíðuna www.bylgjan.is/kvedja

Þátturinn verður á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudaga frá fjögur til hálf sjö síðdegis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.