Íslenski boltinn

HK og ÍA tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar skoraði eitt marka HK í dag.
Brynjar skoraði eitt marka HK í dag. vísir/ernir
HK og ÍA tryggðu sér í dag sæti í Pepsi-deild karla eftir sigra í leikjum sínum í Inkasso-deild karla í kvöld. Næst síðasta umferðin fór fram í dag.

HK lenti í engum vandræðum með ÍR í Kórnum í kvöld. Birkir Valur Jónsson, Brynjar Jónasson og Ingibergur Ólafur Jónsson skoruðu mörki í 3-0 sigri HK.

HK hefur einungis tapað einum leik í sumar og er á toppi deildarinnar með 41 stig. HK lék síðast í efstu deild karla árið 2008 svo biðin hefur verið löng.

ÍR er með átján stig í tíunda sætinu, Magni er í ellefta sæti með 16 stig og Selfoss í neðsta sæti með fimmtán. ÍR og Magni mætast í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð.

ÍA er einnig komið í deild þeirra bestu eftir 3-1 sigur á Selfossi. Jeppe Hansen og Arnar Már Guðjónsson komu ÍA í 2-0 áður en Guðmundur Axel Hilmarsson minnkaði muninn. Í uppbótartíma innsigldi svo Þórður Þórðarson sigurinn.

Kenan Turudija og Hrvoje Tokic fengu rauð spjöld í liði Selfyssinga rétt áður en Guðmundur Axel minnkaði muninn í 2-1. Selfyssingar eru á botni deildarinnar með 15 stig og eru fallnir fyrir lokaumferðina.

Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir því uppeldisfélaginu upp í efstu deild á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari en ÍA féll úr Pepsi-deildinni 2017 svo þeir stoppuðu stutt við í Inkasso.

Magni vann lífsnauðsynlegan sigur á Fram á heimavelli, 2-1, en með sigrinum heldur Magni sér á lífi í botnbaráttunni. Sigurmarkið skoraði Lars Óli Jessen eftir klukkutíma leik.

Víkingur Ólafsvík tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Njarðvík, Þór vann 4-2 sigur á Víking og Leiknir og Haukar gerðu markalaust jafntefli í Breiðholtinu.

Úrslit dagsins:

Þróttur - Þór 2-4

Víkingur Ó. - Njarðvík 1-2

HK - ÍR 3-0

Selfoss - ÍA 1-3

Leiknir - Haukar 0-0

Magni - Fram 2-1

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×