Lífið

Underwood lýsir sorginni sem fylgir ítrekuðum fósturmissi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Underwood vann American Idol árið 2005.
Underwood vann American Idol árið 2005.
Carrie Underwood lýsir sorginni þegar hún upplifði fósturmissi í þrígang á tveggja ára tímabili í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Á þeim tíma var hún handviss um að hún myndi aldrei eignast annað barn.

Söngkonan á einn þriggja ára son með eiginmanni sínum Mike Fisher, sem er fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí. Underwood vakti fyrst athygli eftir að hún bar sigur úr býtum í fjórðu American Idol keppninni árið 2005. Hún er einn allra farsælasti sigurvegari keppninnar.

Undanfarin ár hafa hjónin reynt að eignast sitt annað barn. Árið 2017 gekk Underwood tvisvar í gengum fósturmissi og svo aftur í upphafi ársins 2018.

„2017 var ekki eins og ég hafði ímyndað mér,“ segir tilfinningarík Carrie Underwood í samtali við sjónvarpskonuna Tracy Smith en í dag er Carrie Underwood barnshafandi og eiga hjónin von á sínu öðru barni.

„Ég ætlaði að vinna að nýrri tónlist og eignast barn þetta árið. Snemma ársins urðum við ólétt og það gekk ekki upp og slíkt gerist vissulega. Þetta var bara ekki okkar tími. Síðan urðum við aftur ólétt um vorið og aftur misstum við fóstur. Síðan aftur í byrjun ársins 2018 og enn eina ferðina misstum við fóstur.“

Þarna varð ég reið

Underwood segist hafa unnið sig í gegnum sorgina með því að semja tónlist.

„Ég þurfti síðan að setja upp ákveðna grímu og sýna að allt væri í himnalagi, en stundum er það bara ekki hægt. Ég hef alltaf verið hrædd um að verða reið út í lífið, og mér finnst ég ekki geta það. Ég hef verið svo ótrúlega heppin og á yndislegan son og get ekki kvartað yfir miklu. Það hefur alltaf allt gengið upp hjá mér og mér hefur ekki fundist eins og ég hafi leyfi til þess að verða reið. En þarna varð ég reið.“



Eitt kvöldið hélt Underwood að hún væri að upplifa fjórða fósturmissinn á stuttum tíma og þá leitaði hún til guðs.

„Ég skreið upp í til sonar míns og hágrét. Ég hugsaði af hverju er ég alltaf að verða ólétt ef ég get ekki eignast barn. Þarna talaði ég við guð og sagði honum í raun og veru hvernig mér leið, og ég held að það hafi skipt sköpum. Þetta var á laugardegi og síðan á mánudeginum fór ég til læknis í raun bara til að fá það staðfest að ég hefði misst fóstur. Þá kom í ljós að allt var í lagi.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Carrie Underwood.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×