Lífið

Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyfi gefur út nýtt lag sem fjallar um samskipti Eyfa og Agnesar á kómískan hátt en Eyfi gekk inn í líf hennar þegar hún var aðeins 3 ára.
Eyfi gefur út nýtt lag sem fjallar um samskipti Eyfa og Agnesar á kómískan hátt en Eyfi gekk inn í líf hennar þegar hún var aðeins 3 ára.

Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október.



Þar mun hann fagna 30 ára starfsafmæli í tónlistageiranum. Eyfi verður með tvenna tónleika, klukkan átta og síðan klukkan 22:30. Uppselt er á tónleikana klukkan átta. Hann frumsýndi nýtt lag hjá Ívar í morgun og er um að ræða fyrsta lagið frá Eyfa í sjö ár og ber það heitir Agnes.



„Þetta er persónulegt lag og fjallar um eldri dóttur mína Agnesi, eins og hún er kölluð en hún heitir Stefanía Agnes. Ég gekk henni í föðurstað þegar hún var þriggja ára gömul fyrir tuttugu árum síðan og þetta fjallar svona á gráglettinn hátt um okkar samskipti í gegnum tíðina,“ segir Eyfi og bætir við að erfitt hafi verið fyrir þriggja ára barna að fá einhvern mann inn í sitt líf.



„Við erum bestu vinir í dag og ég gæti ekki lifað án hennar. Ég held að hún sé mjög ánægð með lagið, en það hafa mjög fáir heyrt það. Hún er búin að heyra það, ég þorði ekkert að senda þetta frá mér fyrr en hún væri búin að heyra það.“



Hér að neðan má heyra lagið Agnes eftir Eyjólf Kristjánsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×