Sport

Allt í upplausn hjá Steelers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Brown er að gera allt vitlaust hjá Steelers.
Antonio Brown er að gera allt vitlaust hjá Steelers. vísir/getty
Það er ekki gæfulegt ástandið hjá NFL-liði Pittsburgh Steelers þessa dagana og virðist ríkja upplausn innan liðsins.

Stjörnuútherji liðsins, Antonio Brown, mætti ekki á æfingu hjá félaginu í gær og enginn veit af hverju. Þessi uppákoma kemur beint ofan í samningsdeilu félagsins við hlauparann LeVeon Bell sem hefur ekki enn spilað í vetur.

Brown og Bell hafa haldið sóknarleik liðsins uppi síðustu ár ásamt leikstjórnandanum og án þeirra er Steelers-liðið ekki merkilegt. Steelers hefur ekki unnið í fyrstu tveim leikjum sínum í vetur. Fyrst gerði liðið jafntefli við Cleveland og steinlá svo gegn Kansas City.

Sögusagnir segja að Mike Tomlin, þjálfari Steelers, hafi tapað klefanum og að ástandið hjá félaginu sé eins og í góðum sirkus.

Umboðsmaður Brown, Drew Rosenhaus, reyndi að lægja öldurnar í gær og sagði ástæðuna fyrir fjarverunni vera af persónulegum toga. Hann væri ekki að reyna að þvinga fram félagaskipti.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×