Lífið

Vinsælt myndband af hægðarlosandi hrekk reyndist vera sviðsett

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skelfilegur hrekkur.
Skelfilegur hrekkur.
Hrekkir geta verið virkilega fyndnir og vel heppnaðir. Það gerist aftur á móti stundum að fólk fer yfir strikið.

Í myndbandi sem gengur nú eins og eldur í sinu um netheima má sjá nemendur í gagnfræðiskóla hlaupa um skólaganga í öngum sínum.

Ástæðan fyrir því var að einn nemandi kom fyrir hægðarlosandi vökva í límonaði sem nemendur skólans drukku.

Eða þannig kemur myndbandið út þegar því hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Í rauninni er þetta partur af sjónvarpsþætti Netflix sem ber nafnið American Vandal og er úr annarri þáttaröð. 

Uppfært: Búið er að fjarlægja myndbandið af Facebook en þegar það var gert hafði verið horft á það um 10 milljón sinnum. Hér að neðan má sjá upptöku af myndbandinu.



Hér að neðan má sjá stiklu úr Netflix þáttunum þar sem sjá má greinilega að þetta er leikið og ekki raunveruleg atburðarrás. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×