Innlent

Hyggjast kæra pyntingar á Lísu til lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrst var komið með Lísu á fósturheimili Dýrahjálpar fyrir um sex árum. Hún fékk næringu í æð, sterk verkjalyf og sýklalyf eftir að hún fannst í síðustu viku.
Fyrst var komið með Lísu á fósturheimili Dýrahjálpar fyrir um sex árum. Hún fékk næringu í æð, sterk verkjalyf og sýklalyf eftir að hún fannst í síðustu viku. Mynd/Dýrahjálp Íslands

Matvælastofnun hyggst kæra mál kattar, sem pyntaður var í Hellisgerði í Hafnarfirði í síðustu viku, til lögreglu að lokinni upplýsingasöfnun.

Mæðgin björguðu kettinum, sem heitir Lísa, í liðinni viku. Kötturinn hafði verið bundinn, píndur og hengdur upp við trjágrein. Í kjölfarið var farið með köttinn sem kemur frá Dýrahjálp Íslands á Dýraspítalann í Garðabæ. Ekki hafði tekist að ná þeim sem pyntaði köttinn þegar fjallað var um málið um helgina.

Sjá einnig: Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur

Í skriflegu svari sem Matvælastofnun sendi fréttastofu vegna málsins segir að málið sé til meðferðar hjá stofnuninni en tilkynnt var um það til stofnunarinnar í síðustu viku.

„Að lokinni söfnun upplýsinga verður það kært til lögreglu,“ segir enn fremur.

Þá er söfnun fyrir lækniskostnaði Lísu hafin en Dýrahjálp Íslands heldur utan um söfnunina. Í Facebook-færslu samtakanna segir að lækniskostnaðurinn nemi um 180 þúsund krónum.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt beint inn á reikning Dýrahjálpar og sett nafnið „Lísa“ í skýringu. Reikningsnúmer er 0513-26-4311 og kennitala 620508-1010.


Tengdar fréttir

Safnað fyrir lækniskostnaði kisu

Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ.

Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur

Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.