Innlent

Margir teknir undir áhrifum og án ökuréttinda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þó nokkuð marga ökumenn í gær sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og fyrir að vera án ökuréttinda.

Þannig voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka sviptir ökuréttindum, einn var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur og annar fyrir grun um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum.

Tveir til viðbótar voru síðan teknir vegna þess að þeir óku án ökuréttinda. Hafði annar þeirra aldrei öðlast ökuréttindi og var á ótryggðum bíl sem búið var að klippa af skráningarmerki.

Auk þessa var maður handtekinn ofurölvi í Austurstræti og annar maður handtekinn í mjög annarlegu ástandi í fjölbýlishúsi í Breiðholti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.