Innlent

Slasaðist við fall af baki en ríður til móts við björgunarsveitina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan komst aftur á bak.
Konan komst aftur á bak. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út á öðrum tímanum í dag vegna hestakonu sem féll af baki og slasaðist í Hraunárdal sem gengur inn af Sölvadal.

Björgunarsveitafólk ásamt sjúkraflutningamönnum eru á leiðinni á vettvang, en fara þarf um gamlan jeppaslóða. Konan náði að hafa sig á bak aftur og ríður nú til móts við viðbragðsaðila sem nálgast hana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.