Íslenski boltinn

Hér liggur munurinn á Val og Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik liðanna í gær.
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik liðanna í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en Valur er samt með þriggja stiga forystu í efsta sæti deildarinnar. Vísir skoðaði nánar hvar munurinn liggur.

Valur og Stjarnan hafa bæði fengið tvö stig í innbyrðisleikjum liðanna í deildinni í sumar og þessi þriggja stiga munur myndaðist því í leikjunum á móti hinum tíu liðum deildarinnar.

Það er einkum frábært gengi Valsmanna gegn liðunum í efri hluta sem skilar liðinu efsta sætinu en Stjörnumönnum hefur gengið betur með liðin í neðri hlutanum.

Valsmenn hafa náð í 16 stig af 21 mögulegum á móti liðunum sem eru núna í 3. til 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir 76 prósent stiga í húsi á móti liðum eins og Breiðabliki, KR, FH og Grindavík.

Stjörnumenn hafa aftur á móti tapað dýrmætum stigum á móti bæði KR og Grindavík. Stjarnan vann engan af fjórum leikjum sínum á móti þeim, tapaði báðum leikjum sínum á móti KR og gerði svo tvö jafntefli við Grindavík.

Valsmenn hafa náð í sjö stig, fimm fleiri en Stjarnan, í leikjum sínum við KR og Grindavík. Grindvíkingar eru aftur á móti eina liðið sem hefur náð að vinna Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deildinni í sumar.

Eina liðið fyrir utan Stjörnuna sem hefur hins vegar tekið stig í báðum leikjum sínum á móti Val er Fylkir. Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum. Stjarnan tók aftur á móti sex stig út úr leikjum sínum við Árbæjarliðið.

Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir af Pepsi-deildinni og Valsmenn eiga þrjú stig á Stjörnuna. Valur á eftir leiki við KA (úti), ÍBV (heima), FH (úti) og Keflavík (heima). Stjarnan á eftir leiki við Fjölni (úti), KA (heima), ÍBV (úti) og FH (heima).



Samanburður á stigasöfnun Vals og Stjörnunnar:

- Stig á móti liðum í efri hluta - Valur +5

Valur: 16 stig (76% af þeim í boði)

Stjarnan: 11 stig (52% af þeim í boði)

- Stig á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum - Stjarnan +4

Valur: 12 stig (67% af þeim í boði)

Stjarnan: 16 stig (89% af þeim í boði)

- Stig á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum -  Valur +2

Valur: 9 stig (100% af þeim í boði)

Stjarnan: 7 stig (78% af þeim í boði)



- Stig Valsmanna á móti öðrum liðum en Stjörnunni -

Á móti liðum í efri hluta: 16 stig (76% af þeim í boði)

3. Breiðablik 6 (3+3)

4. KR 4 (3+1)

5. FH 3 (3)

6. Grindavík 3 (3+0)

- Valur á eftir leik við FH (ú)

Á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum: 12 stig (67% af þeim í boði)

7. KA 3 (3)

8. ÍBV 3 (3)

9. Víkingur R. 4 (3+1)

10. Fylkir 2 (1+1)

- Valur á eftir leiki við KA (ú) og ÍBV (h)

Á móti liðum í fallsæti: 9 stig (100% af þeim í boði)

11. Fjölnir 6 (3+3)

12. Keflavík 3 (3)

- Valur á eftir leik við Keflavík (h)



- Stig Stjörnunnar á móti öðrum liðum en Val -

Á móti liðum í efri hluta: 11 stig (52% af þeim í boði)

3. Breiðablik 6 (3+3)

4. KR 0 (0+0)

5. FH 3 (3)

6. Grindavík 2 (1+1)

- Stjarnan á eftir leik við FH (h)

Á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum: 16 stig (89% af þeim í boði)

7. KA 3 (3)

8. ÍBV 3 (3)

9. Víkingur R. 4 (1+3)

10. Fylkir 6 (3+3)

- Stjarnan á eftir leiki við KA (h) og ÍBV (ú)

Á móti liðum í fallsæti: 7 stig (78% af þeim í boði)

11. Fjölnir  3 (3)

12. Keflavík  4 (3+1)

- Stjarnan á eftir leik við Fjölni (ú)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×