Íslenski boltinn

Brynjar tryggði HK mikilvægan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar í leik með HK síðasta sumar en hann skoraði mikilvægt mark í dag.
Brynjar í leik með HK síðasta sumar en hann skoraði mikilvægt mark í dag. vísir/vilhelm

Brynjar Jónasson tryggði HK afar dýrmætan sigur á Njarðvík á heimavelli í Inkasso-deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0.

Brynjar skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu leiksins og vörn og markvarsla HK hélt út leikinn. Hún hefur verið afar sterk í allt sumar.

Eftir leikinn er HK því á toppi Inkasso-deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á undan ÍA sem á leik til góða.

HK á eftir að spila við Fram, ÍR og Hauka í síðustu þremur leikjum deildarinnar en það stefnir allt í að það verði tvö Kópavogslið í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð.

Njarðvík er í áttunda sætinu með átján stig, þremur stigum á undan Selfyssingum sem eru í fallsæti. Njarðvík á eftir að spila við Magna, Víking Ólafsvík og áðurnefnda Selfyssinga.

Úrslit eru fengin frá Fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.