Íslenski boltinn

Viktor með þrjú í ótrúlegum sigri Þróttara í Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor í leik með Þrótti.
Viktor í leik með Þrótti. vísir/vilhelm
Þróttur Reykjavík vann ótrúlegan 4-3 sigur á Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deild karla en leikurinn var hluti af sautjándu umferð deildarinnar.

Víkingur spilaði framlengdan bikarleik og einhverjir héldu að þeir yrðu þreyttir frá upphafi í dag en það virtist ekki raunin því þeir voru komnir í 2-0 eftir 25 mínútur.

Kwame Quee og Gonzalo Zamorano skoruðu fyrstu tvö mörkin en Viktor Jónsson og Daði Bergsson jöfnuðu, með tveimur mörkum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Ótrúlegt og hálfleikstölur 2-2.

Dramatíkinni var ekki lokið. VIktor kom Þrótti í 3-2 á 66. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Ívan Reynir Antonsson metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður fjórum mínútum síðar.

Einn maður var ekki hættur og það var Viktor Jónsson. Hann skoraði þriðja mark sitt og fjórða mark Þróttar tveimur mínútum fyrir leikslok og lokatölur ævintýralegur 4-3 sigur Þróttara.

Þróttur er því komið í fjórða sætið með 32 stig en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. Víkingur er einnig með 32 sti gen lakari markatölu og því sæti neðar. Sex stig eru í HK sem er í Pepsi-deildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×