Íslenski boltinn

Viktor með fjórar þrennur á innan við tveimur mánuðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þróttarinn Viktor Jónsson.
Þróttarinn Viktor Jónsson. Fréttablaðið/Ernir
Viktor Jónsson skoraði þrennu fyrir Þrótt í Ólafsvík í gær og var maðurinn á bak við 4-3 endurkomusigur liðsins. Strákurinn er nú kominn með sautján mörk í Inkasso-deildinni í sumar eftir tvo magnaða mánuði.

20. júní var Viktor Jónsson búinn að spila sex leiki í Inkasso-deildinni og hafði fengið jafnmörg rauð spjöld í deildinni (1) og hann hafi skorað af mörkum (1).

Viktor skoraði þrennu í 5-2 útisigri á Haukum 21. júní og hefur ekki litið til baka síðan.

Þrennan í gær var hans fjórða á aðeins 60 dögum eða á innan við tveimur mánuðum. Hann skoraði einnig þrennu í leikjum á móti ÍA og Magna.

Viktor var að skora þrennu í öðrum leiknum í röð en leikurinn á móti Magna var 14. ágúst síðastliðinn. Með þessum sex mörkum komst hann upp í efsta sætið yfir markahæstu menn deildarinnar en Viktor hefur skorað 16 mörk í síðustu 10 leikjum sínum í Inkasso-deildinni.

Frá 21. júní eru aðeins fjögur lið í Inkasso deildinni (Þór Ak., ÍA, Víkingur Ó. og Selfoss) búin að skora fleiri mörk en Viktor eins og sjá má á þessari töflu hér fyrir neðan. Viktor er búinn að skora yfir helming marka Þróttara á þessum tíma.

Mörk Viktor Jónssonar og liðanna í Inkasso-deildinni frá 21. júní:

Þróttur 31

Þór Ak. 25

ÍA 23

Víkingur Ó. 19

Selfoss 19

Viktor Jónsson 16

HK 16

Fram 15

ÍR 12

Magni 12

Haukar 12

Leiknir 8

Njarðvík 6

Hér fyrir neðan má síðan sjá öll mörkin hans Viktors í Ólafsvík í gær sem og hin mörkin í þessum ótrúlega sjö marka leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×