Fótbolti

Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason.
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason. Vísir/Getty

„Þetta voru gleðitíðindi,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu á blaðamannafundi í dag um þá ákvörðun Ragnars Sigurðssonar að gefa áfram kost á sér í landsliðið.

Erik Hamrén og Freyr tilkynntu fyrsta hóp sinn í dag og var Ragnar þar á meðal, eins og Vísir hafði áður greint frá að yrði niðurstaðan.

Hamrén sagði blaðamönnum að nokkur símtöl hefðu verið á milli þeirra Ragnars en þetta hefði verið niðurstaðan sem væri mjög ánægjuleg.

Freyr sagði blaðamönnum að Ragnar hefði svo hringt eitt kvöldið og sagst virkilega vilja spila, sem væru frábær tíðindi.

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.