Lífið

Skógarbjörn ráfaði inn á frægt hótel á meðan hótelgestir sváfu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drungalegt atvik um miðja nótt.
Drungalegt atvik um miðja nótt.
Skógarbjörn ráfaði inn á Stanley Hótelið í Estes Park um miðja nótt á dögunum. Starfsmaður hótelsins tók heimsókn bjarnarins upp á myndband og var hann hinn rólegasti.

300 gestir voru á hótelinu þegar atvikið átti sér stað.

Á meðan björninn skoðaði sig um sváfu hótelgestir en Stanley hótelið er frægt fyrir þær að rithöfundurinn Stephen King gisti einu sinni á hótelinu og sótti innblástur frá því fyrir bókina The Shining, og í framhaldinu kom út kvikmynd árið 1980. 

Jack Nicholson fór með aðalhlutverkið í myndinni og lék hótelið stórt hlutverk í kvikmyndinni.

Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni The Shining.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×